Post date: Jul 20, 2011 2:03:57 PM
Stjórn félagsins hefur undanfarið unnið að undirbúningi fyrir vegabætur í hverfinu.
Leitað hefur verið tilboða í eftirfarandi verkþætti.
Lagfæring á vegi meðfram lóðum Lækjarbakka 7 og 9 (og ganga þannig frá í leiðinni að ekki þurfi að grafa hann upp aftur ef seinna stendur til að leggja á hann bundið slitlag)
Lagfæring á ræsi undir veg fyrir neðan Lækjarbakka 2 (breikkun ásamt grjóthleðslu og ofaníburði).
Lagfæring á undirlagi annars staðar á veginum þannig að það haldi til lengri tíma (þ.e. að í leiðinni sé gengið þannig frá að ekki að byggja veginn upp aftur ef það verður sett slitlag á hann einhverntíma í framtíðinni)
Ofanálag á allan veginn ásamt þjöppun og sléttun.
Upphækkun á vegi frá Lækjarbakka 1 að Búrfellsvegi.
Samhliða þessu hefur verið unnið með Vegagerðinni við að finna heppilegustu tenginguna við Búrfellsveg.
Til skoðunar er núna að laga (fjarlægja) blindhæðina og notast áfram við núverandi tengingu.
Vonandi rætist úr þeim málum nú í águst þegar hlutaðeigandi aðilar hjá Vegagerðinni koma úr sumarfríi.
Gengið hefur verið frá öllum formsatriðum sem þurfti í kjölfar stofnunar félagsins (þinglýsing samþykkta, skráning í fyrirtækjaskrá og stofnun bankareiknings).
Greiðsluseðlar fyrir árgjöldum voru svo sendir út núna í júlí. Viðbúið er að árgjöldin munu að mestu renna til ofangreindra viðhaldsframkvæmda á Lækjarbakkavegi. Framkvæmdir geta hafist þegar félagsgjöld taka að skila sér og verður þá lögð áhersla á lið 1, 2 og 5 hér að ofan. Upplýsingum um kostnað við vegabætur verður miðlað til félagsmanna þegar þær liggja fyrir í heild sinni og áður en framkvæmdir hefjast.
Aðrar framkvæmdir (s.s. hliðmál ofl) ráðast af þeirri lendingu sem við náum með Vegagerðinni og verður þá boðað til aukafundar í félaginu - meira um það síðar.
Stjórnin