Post date: Aug 29, 2013 5:37:44 PM
Þann 16. ágúst var grasfræjum og áburði dreift í moldarflagið austan Lækjarbakkavegar. Grösin eru strax farin að taka við sér nú tveimur vikum seinna. Það verður gaman að sjá hvernig flagið tekur sig út næsta sumar. Sáningin fór fram undir styrkri stjórn Jóns Trausta gjaldkera.