Post date: Nov 15, 2014 3:20:24 PM
Í dag voru settir upp tveir girðingastigar við algengar gönguleiðir frá Lækjarbakka. Annar stiginn var settur niðri við læk og hinn fyrir ofan Lækjarbakka (við enda rollustígsins sem tekur við af Lækjarbakkavegi upp í fjall). Verkið var unnið af Jóni Trausta og Ólafi Þór. Hundurinn Eldur var mjög ánægður með nýju stigana :-)