Post date: Jul 17, 2014 7:37:33 PM
Í dag og í gær var grasfræjum og áburði dreift meðfram Lækjarbakkavegi og niður brekkuna inn á flagið. Samtals var sáð í um 2500 fermetra lands. Þá var bætt einu vörubílshlassi af efni í veginn á sama kafla og vegkantar lagaðir með hrífu. Verkið var unnið af Ólafi Þór og Arnari Þór.