Post date: May 10, 2011 1:29:34 PM
Reykjavík 10. maí 2011
Til lóðaregenda/lóðarhafa í Lækjarbakka, Grímsnes- og Grafningshreppi,
Ágæti lóðareigand/lóðarhafi.
Boðað er til stofnfundar vegna stofnunar frístundahúsafélags í Lækjarbakka, Grímsnes- og grafningshreppi, í samræmi við lög nr. 75/2008 um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús.
Fundarstaður: Laugavegur 174, Reykjavík, 3. hæð (sama hús og Hekla, fundarsalur MMR)
Fundartími: Fimmtudagur, 26. maí, 2011 kl. 20:00.
Fundarefni:
Tillaga/tillögur að nafni félags lögð fram til samþykktar.
Tillaga að samþykktum félagsins lögð fram til samþykktar.
Kosning í stjórn félagsins.
Árgjald og framkvæmdagjald hvers árs.
Staða fyrir stofnun félags. Hvað er búið að gera hingað til. Bókhald og staða reiknings.
Staða við stofnun félags. Hvaða verkefni eru á verkefnalistanum? Leggja fram verkefnislista fyrir næsta framkvæmdaár.
Kynning á heimasíðu og lista yfir eigendur lóða.
Kynning á póstlista
Önnur mál
Vinsamlega sendið tillögur vegna ofangreindra dagskrárliða á undirbúningsnefnd.
Sett hefur verið upp upplýsingarsíða vegna stofnunar félagsins þar sem nálgast frekari upplýsingar um þær tillögur fjallað verður um á fundinum. Sjá: https://sites.google.com/site/lakjarbakki/
Á síðunni er jafnframt hægt að skrá sig á póstlista félagsins (undir: “Umræður”) og fá þannig tilkynningar á tölvupósti um undirbúning stofnfundarins og félagið almennt (einnig er hægt að skrá sig á póstlistann með því að senda tölvupóst á Ólaf).
Með kveðju.
Undirbúningsnefndin.
Ólafur Þór Gylfason, Lækjarbakka 13, gsm 659 5601, e-mail olafur@mmr.is.
Jón Trausti Snorrason, Lækjarbakka 8, gsm 821 3790, e-mail Trausti@8.is