Post date: Apr 26, 2016 11:49:25 AM
Boðað er til aðalfundar Lækjarbakka, félags sumarhúsaeigenda.Samkvæmt lögum félagsins skal aðalfundur haldinn árlega og vera boðaður með minnst tveggja viku fyrirvara.
Félagsmenn eru allir þeir sem eiga sumarhús eða óbyggt sumarhúsaland í landi Lækjarbakka.
Á fundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverju sumarhúsi eða óbyggðri lóð.
Dagsetning: Miðvikudagurinn 27. apríl 2016 klukkan 20:00
Fundarstaður: Fundarsalur ÍSÍ, Engjavegi 6, Reykjavík (Fundarsalur D).
Fundarefni:
Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins (Ólafur Þór Gylfason, formaður),
staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar (Jón Trausti Snorrason, gjaldkeri),
kosning gjaldkera til tveggja ára,
kosning skoðunarmanna ársreikninga og varamanns,
framlagning rekstraráætlunar fyrir næsta ár (vegna viðhalds og almenns rekstrar),
ákvörðun um árgjald félagsins vegna viðhalds og almenns rekstrar,
framlagning og umræður um framkvæmdaáætlun (nýframkvæmdir) fyrir komandi ár:
Lagning olíumalar á Lækjarbakkaveg,
Vinsamlega sendið ábendingar á stjórn ef óskað er eftir umræðum um aðrar nýframkvæmdir,
ákvörðun um framkvæmdagjald vegna nýframkvæmda skv. framkvæmdaáætlun,
önnur mál
Athygli er vakin á að rétt til fundarsetu hafa félagsmenn, makar þeirra og sambúðaraðilar. Félagsmaður má veita sérhverjum lögráða manni umboð til að mæta á fundi og greiða atkvæði fyrir sína hönd. Skal umboðsmaður leggja fram á fundinum skriflegt og dagsett umboð. Eitt atkvæði fylgir hverri lóð undir frístundahús.
Stjórnin