Post date: Sep 3, 2011 5:06:21 PM
Stjórn félagsins hefur samið við Ásvélar ehf um viðhaldsframkvæmdir á Lækjarbakkavegi.
Umfangi framkvæmda er stillt í samræmi við sjóðsstöðu félagsins.
Helstu framkvæmdaliðir eru eftirfarandi:
Upphækkun á vegi frá Lækjarbakka 1 að Búrfellsvegi. Vegtengingin færist jafnframt nokkra metra til austurs þannig að hún lendi eins nálægt hæsta punkti á þjóðveginum og kostur er.
Lagfæring á ræsi undir veg fyrir neðan Lækjarbakka 2 (grjóthleðsla og ofaníburður).
Lagfæring á vegi meðfram lóðum Lækjarbakka 7 og 9 og setja undir hann ræsi.
Lagfæring á undirlagi annars staðar á veginum eftir þörfum og vatnshalli lagaður til að draga úr skemmdum af völdum vatnsrennslis.
Ofanálag á allan veginn ásamt þjöppun og sléttun. Samið hefur verið við verktakann þannig að ef þörf er á meira undirlagi en áætlanir gera ráð fyrir þá verði dregið úr magni í yfirlag á móti þannig að kostnaðaráætlun standist. Ofanálag yrði þá borið þykkast þar sem umferð er mest og svo þynnri í endana (og svo yrði bætt í yfirlag síðar).
Samhliða framkvæmdunum verður lokað fyrir akstur um eystri vegaslóðann.
Framkvæmdir hefjast um miðjan september og skal þeim lokið fyrir lok október.
Einhverjar raskanir geta orðið á umferð um veginn meðan á framkvæmdum stendur.
Verktakinn mun þó aldrei fara af svæðinu nema það sé fært um veginn.
Fyrir hönd stjórnar,
Ólafur